ADELE OG AMY WINEHOUSE TRÓNA Á TOPPNUM

gallery-adele-25-cover-1Plata bresku söngkonunnar Adele, 25, var langsamlega vinsælasta vínylplatan í Bretlandi á árinu 2015, samkvæmt upplýsingum úr gagnagrunni Chartbeat, sem í lok hvers árs tekur saman upplýsingar um tónlistaiðnaðinn í Bretlandi. Sala á vínylplötum jókst um 64 prósent milli ára. Fór úr 1,3 milljónum árið 2014 í 2,1 milljón í fyrra. Vöxturinn í Bretlandi hefur verið með ólíkindum á árunum 2012 til og með árinu í fyrra. Árið 2012 voru 400 þúsund eintök seld af vínylplötum og hefur salan því rúmlega fimmfaldast á þremur árum.

Óvæntir tónar
Þegar rýnt er í listann yfir mestu seldu plöturnar í Bretlandi kemur margt á óvart. Plata Amy heitinnar Winehouse, sem var náin vinkona Adele meðan hún lifði, Back to Black, var önnur mest selda vínylplatan í Bretlandi í fyrra. Platan kom upprunalega út árið 2006, en eftir að heimildarmynd um þessa merkilegu og frábæru söngkonu kom út tók salan á Back to Black kipp varð að lokum næst mest selda vínylplata ársins 2015 í Bretlandi.

Nirvana kemur aftur
Endurútgáfa órafmagnaðra tónleika Nirvana hjá MTV BACK TO BLACK AMY WINEHOUSEsjónvarpsstöðinni, Unplugged in New York, seldist vel og var áttunda mest selda plata ársins. Írinn Ed Sheeran var með fjórðu mest seldu vínylplötuna, X, og plata meistaraverk Arctic Monkeys, AM, heldur áfram að seljast vel en platan var sú sjötta söluhæsta í fyrra. Árið 2014 var hún hins vegar í öðru sæti.

Oasis-goðsögnin Noel Gallagher trónir á toppi smáskífulistans á vínyl, með fjórar mest seldu smáskífur ársins, undir útgáfumerkjum Noel Gallaghers High Flying.

Metall-inn á sinn fulltrúa
Ný plata Iron Maiden, Book of Souls, var í 27. sæti yfir mest seldu plöturnar og var það eina Metal-platan sem kemst það hátt. Það kemur nokkuð á óvart, enda nýtur vínylplatana mikilla vinsælda hjá aðdáendum Metals-ins.

Þau lengi lifi…
Af listanum af dæma sést líka ágætlega, hvað verk tónlistarmanna það eru, sem með tímanum breytast í perlur í huga hörðustu aðdáenda. Led Zeppelin á þrjár plötur á topp 40 listanum, Bítlarnir tvær, Elvis Prestley eina, Pink Floyd eina og Bob Marley eina. Svo fátt eitt gamalt, gott og klassíkt sé nefnt.

Sæti Vínyll Tónlistamaður
#1 25 ADELE
#2 BACK TO BLACK AMY WINEHOUSE
#3 THE STONE ROSES STONE ROSES
#4 X ED SHEERAN
#5 GUARDIANS OF THE GALAXY – AWESOME MIX 1 ORIGINAL SOUNDTRACK
#6 AM ARCTIC MONKEYS
#7 ROYAL BLOOD ROYAL BLOOD
#8 THE DARK SIDE OF THE MOON PINK FLOYD
 #9 CHASING YESTERDAY NOEL GALLAGHER’S HIGH FLYING
#10 UNPLUGGED IN NEW YORK NIRVANA
#11 ALONE IN THE UNIVERSE JEFF LYNNE’S ELO
#12 A HEAD FULL OF DREAMS COLDPLAY
#13 NEVERMIND NIRVANA
#14 IN COLOUR JAMIE XX
#15 PHYSICAL GRAFFITI LED ZEPPELIN
#16 FOUR SYMBOLS LED ZEPPELIN
#17 PULP FICTION ORIGINAL SOUNDTRACK
#18 SGT PEPPER’S LONELY HEARTS CLUB BAND BEATLES
#19 DEFINITELY MAYBE OASIS
#20 CARRIE & LOWELL SUFJAN STEVENS
#21 RATTLE THAT LOCK DAVID GILMOUR
#22 WHAT WENT DOWN FOALS
#23 CURRENTS TAME IMPALA
#24 RUMOURS FLEETWOOD MAC
#25 WHATEVER PEOPLE SAY I AM THAT’S WHAT I’M ARCTIC MONKEYS
#26 MUSIC COMPLETE NEW ORDER
#27 THE BOOK OF SOULS IRON MAIDEN
#28 WHAT’S THE STORY MORNING GLORY OASIS
#29 THE MAGIC WHIP BLUR
#30 LEGEND BOB MARLEY & THE WAILERS
#31 HOW BIG HOW BLUE HOW BEAUTIFUL FLORENCE & THE MACHINE
#32 ABBEY ROAD BEATLES
#33 WILDER MIND MUMFORD & SONS
#34 THE RACE FOR SPACE PUBLIC SERVICE BROADCASTING
#35 DRONES MUSE
#36 LED ZEPPELIN II LED ZEPPELIN
#37 LED ZEPPELIN LED ZEPPELIN
#38 I LOVE YOU HONEYBEAR FATHER JOHN MISTY
#39 IF I CAN DREAM ELVIS PRESLEY
#40 CHAOS AND THE CALM JAMES BAY