ÞEIR BESTU MIÐAÐ VIÐ VERÐ

Plötuspilarar hafa selst vel undanfarin misseri, samhliða miklum vexti í vínylplötusölu um allan heim. Í fyrra var aukningin í sölu á plötum um 60 prósent miðað árið á undan, en aukningin í sölu á plötuspilurum var um 50 prósent.

Margir halda þó tryggð við gamla og góða spilara, sem hafa „hinn eina sanna tón“. Lenco merkið, sem um tíma var eins og Rolex í armbandsúrageiranum, hefur sérstaklega gengið í endurnýjun lífdaga. Gamlir spilarar, ekki síst úr viðarklæddu línunni á áttunda og níunda áratugnum, eru seldir sem dýrgripir.

En af nýjum spilurum, þá eru margar ódýrar tegundir einnig vinsælar og þykja góðar fyrir verðið.

Þrír vinsælur plötuspilarar í verslunum í Bandaríkjunum, þessi misserin, eru eftirfarandi:

studbaker

3. Studbaker SB 6052. Verð: 65 Bandaríkjadalir (8.000 krónur). Innbyggt útvarp og kasettutæki. Þykir hljómgóður, miðað við verð.

technics

2. Technics SL-12010 MK5. Frábær hljómur, stöðugur og með framúrskarandi stillingarmöguleikum. Einn með öllu, og meira til. Verð: 1.990 Bandaríkjadalir (250 þúsund).

audiotechnica

1. Audio-Technica AT-LP 120. Góður hljómur, segja notendur. Þrátt fyrir að vera viðkvæmur, þá er hann þess virði að kaupa. Verð: 299 Bandaríkjadalir (45 þúsund krónur).